GEYSIR VEIÐIBÍLLINN

Um Geysi Bílaleigu

Við hjá Geysi höfum víðamikla reynslu í bílaleigurekstri á Íslandi og rekur fyrirtækið sögu sína allt aftur til ársins 1973. Geysir er fjölskyldufyrirtæki í Keflavík og hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2003. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum tímana tvenna og við erum stolt af því að reka íslenska bílaleigu óháða erlendum risafyrirtækjum í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Geysir er þannig elsta og stærsta íslenska bílaleigan sem starfar ekki undir neinum erlendum vörumerjum.

Í breyttu rekstrarumhverfi höfum við tekið upp ýmsar nýjungar til að koma enn frekar til móts við íslenskan markað. Veiðibíllinn er aðeins eitt dæmi.


Á Geysir.is bjóðum við upp á úrval bíla til skammtímaleigu.

Á Bilaleigur.is bjóðum við upp á bíla í sumarleigu og langtímaleigu.

Á Motorhome.is erum við með úrval húsbíla til leigu í sumar. 

 

Veiðibíllinn.is | sími 773-1125 | veidibillinn@geysir.is | ©2020 by veidibillinn.is. Proudly created with Wix.com